Hvernig er ferlið?

Hvernig er ferlið?

1. Veldu ,,skrá beiðni”

2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

3. Samþykktu notkun hugbúnaðarins Vissu

Í fyrsta skipti sem þú notar þjónustu Húðvaktarinnar þarf að samþykkja notkun hugbúnaðarins Vissu sem er forsenda fyrir því að hægt sé að veita þessa þjónustu. Einnig þarf að gefa upp netfang til að Húðvaktin geti sent þér skilaboð

4. Lestu yfir skilmála

Lestu yfir skilmála og taktu afstöðu til þeirra

5. Veldu fyrir hvern beiðnin á að vera

Eingöngu valmöguleiki fyrir þau sem eru forsjáraðilar barna undir 16 ára aldri

6. Taktu tvær myndir af húðvandamálinu

Fyrst yfirlitsmynd u.þ.b. 50 cm frá húðinni og svo nærmynd, u.þ.b. 15 cm frá húðinni og bættu þeim við beiðnina.  Mikilvægt er að myndirnar séu í góðum gæðum og skýrar

7. Lýstu húðeinkennunum

Í stuttum hnitmiðuðum texta en gættu að því að allar mikilvægar upplýsingar komi fram.  Byrjaðu á því að lýsa húðeinkennum (kláði, sviði, eymsli, blöðrur, flögnun, upphleypt eða flatt), lýstu því hvort einkennin séu dreifð víðar um líkamann og láttu svo koma fram hvort og þá hvaða meðferðir þú hefur prófað

8. Taktu afstöðu til hversu lengi einkennin hafa verið til staðar

9. Veldu  ,,áfram í greiðsluferli”

10. Lestu yfir samantekt á beiðninni

Farðu vel yfir hana og þegar allt er í lagi velur þú ,,áfram"

11. Greiddu fyrir þjónustuna á öruggan hátt

Um leið og gengið er frá greiðslu inni á öruggri greiðslusíðu sendist beiðnin til húðlækna Húðvaktarinnar

12. Fáðu álit húðlæknis og viðeigandi meðferð

Þú færð tölvupóst/sms þegar húðlæknir Húðvaktarinnar hefur farið yfir beiðnina,  gefið álit sitt og útbúið viðeigandi meðferðarplan

Taktu yfirlitsmynd (u.þ.b. 50cm frá einkennunum)

farsími með teikningu af hendi á.

Taktu nærmynd (u.þ.b. 15 cm frá einkennunum)

farsími er að taka mynd af hendi sem heldur á penna.

Lýstu einkennum og sendu beiðnina

farsími með skjáskoti af vefsíðu á honum.
Share by: