Um okkur

Um okkur

Húðvaktin býður upp á faglega þjónustu húðlækna á netinu

Húðlæknar Húðvaktarinnar hafa áralanga reynslu af því að greina og meðhöndla húðsjúkdóma.   Húðvaktin er fyrsta þjónusta sinnar tegundar á Íslandi.

 Af hverju Húðvakt?

Jenna Huld og Ragna Hlín hafa báðar mikla reynslu af húðlækningum og hafa starfað bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Í Svíþjóð þurftu þær að venjast löngum biðlistum, þar sem sjúklingar þurftu að bíða lengi eftir því að komast að hjá húðlækni, með tilheyrandi óþægindum. Þegar þær sneru heim til starfa á Íslandi kom það þeim verulega á óvart að þar var ástandið síður en svo betra en í Svíþjóð.


Í Svíþjóð kynntust þær fjarlækningum en þar er þróun þeirra komin lengra á veg en hér á landi. Þær fengu því áhuga á að skoða hvort ekki mætti nýta tæknina til að bæta þjónustuna. Meðal annars til að stytta biðlista og auka aðgengi landsbyggðarfólks að sérfræðiþjónustu.


Til að hrinda þessu verkefni af stað fengu þær Bjarna Kristinn með sér í lið,  upp úr því voru hlutirnir fljótir að gerast og Húðvaktin leit dagsins ljós.


kona í hvítum rannsóknarfrakka brosir fyrir myndavélinni.

Jenna Huld Eysteinsdóttir

Húðlæknir

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttur er einn stofnanda Húðvaktarinnar og er auk þess einn af eigendum Húðlæknastöðvarinnar á Smáratorgi. Hún lauk embættisprófi í læknisfræði við Háskóla Íslands árið 2005 og hélt síðan til Gautaborgar í Svíþjóð, þar sem hún lauk sérnámi í húð- og kynsjúkdómalækningum við Sahlgrenska sjúkrahúsið árið 2014.  Jenna Huld hóf störf á Húðlæknastöðinni á Smáratorgi árið 2015 og varði doktorsverkefni sitt við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2017 en hún rannsakaði áhrif Bláa Lónsins á sjúklinga með psoriasis. 


Jenna Huld hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heilbrigði húðar og meðhöndlun húðsjúkdóma. Hún skrifar reglulega pistla um málefni tengd húðinni og svarar spurningum lesenda mbl.is um mismunandi húðvandamál. Hún heldur auk þess úti hlaðvarpinu Húðkastið ásamt Rögnu Hlín og Örnu Björk.


kona í hvítum rannsóknarfrakka brosir fyrir myndavélinni.

Ragna Hlín Þorleifsdóttir

Húðlæknir

Dr. Ragna Hlín Þorleifsdóttir er einn stofnanda Húðvaktarinnar og er auk Jennu Huldar einn af eigendum Húðlæknastöðvarinnar á Smáratorgi.  Hún lauk embættisprófi í læknisfræði við Háskóla Íslands árið 2005 og sérnámi í húð- og kynsjúkdómalækningum við Akademiska sjúkrahúsið í Uppsala, Svíþjóð, árið 2015. Ári síðar, 2016, varði Ragna Hlín doktorsverkefni sitt við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði áhrif hálskirtlatöku á sjúklinga sem glíma við psoriasis.



Ragna Hlín hefur unnið á Húðlæknastöðinni frá 2018. Hún hefur mikinn áhuga á kennslu og er aðjunkt við læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir húðlæknisfræði.  Auk þess sinnir hún rannsóknum við HÍ þegar tími vinnst til. Ragna Hlín situr í stjórn félags íslenskra húðlækna og er einnig fulltrúi Íslands í stjórn evrópskra húðlækna. 


Ragna Hlín hefur brennandi áhuga á húðheilsu og fyrirbyggingu ótímabærrar öldrunar húðarinnar. Hún heldur reglulega fyrirlestra um húðtengd mál og skrifar pistla í fjölmiðla.

Hún er ein af þremur stofnendum hlaðvarpsins Húðkastið, ásamt Jennu Huld og Örnu Björk.


maður í svörtum pólóskyrtu horfir í myndavélina

Bjarni Kristinn Eysteinsson

Framkvæmdastjóri

 Bjarni Kristinn Eysteinsson er einn af stofnendum Húðvaktarinnar og sér um viðskipta- og tæknihlið þjónustunnar. Hann er framkvæmdastjóri Húðlæknastöðvarinnar og hefur víðtæka reynslu úr viðskipta- og tæknigeiranum. Bjarni Kristinn útskrifaðist með B.Sc. viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 og hefur meðal annars starfað hjá Pollard Digital Solutions Europe, Creditinfo Iceland, Símanum og fleirum.


Share by: