Angioma

Angioma

Hvað er angioma?

Angioma eru góðkynja æðabreytingar í húðinni. Þessar breytingar eru mjög algengar og fara vaxandi með hækkandi aldri. Talið er að a.m.k. 75% fólks yfir 75 ára aldri séu með slíkar breytingar.  Þær koma hins vegar einnig fyrir hjá börnum og unglingum og oft byrjar fólk að verða vart við þær uppúr 30 ára aldri.


Hvernig lítur angioma út?

Yfirleitt byrja þessar breytingar sem flatar 0.5 mm stórar ljósrauðar breytingar á húðinni. Sumar vaxa og verða stærri (0.1 - 1 cm), upphleyptari og geta orðið dökkrauðar eða jafnvel bláleitar á litinn. Angiomum fylgja engin einkenni en geta blætt ef þær rofna vegna einhvers konar hjasks.


Er hægt að fjarlægja angioma?

Þar sem þetta eru algengar og góðkynja breytingar þarf í raun ekki að fjarlægja þær. Ef þær eru orðnar stórar og nuddast e.t.v. í fatnað eða ef þær trufla fólk útlitslega séð er hægt að fjarlægja þær.


Meðal aðferða sem eru notaðar til að fjarlægja angioma eru:
  • Frysting
  • Brennsla
  • Æðalaser


Kosturinn við að fjarlægja angioma með æðalaser er að meðferðin skilur hvorki eftir sig ör né litabreytingar í húð eins og getur komið fyrir ef frysting eða brennsla er notuð.  Mikilvægt er þó að fá rétta greiningu á breytingunum hjá húðlæknum áður en óhætt er að nota laser á þær.


Share by: