Perioral dermatitis er bólgusjúkdómur í andliti sem stundum er mjög langvarandi. Hann er einnig nefndur periorificial dermatitis vegna þess að hann er ekki eingöngu í kringum munninn, heldur getur hann komið fram í kringum nef og augu. Sjúkdómurinn birtist helst hjá konum á aldrinum 20-45 ára, sérstaklega konum með ljósa húðgerð, en getur komið upp hjá börnum.
Orsök sjúkdómsins er ekki að fullu þekkt en til eru margir þættir sem geta komið perioral dermatitis af stað eða gert sjúkdóminn verri t.d:
Litlar rauðar bólur/blöðrur birtast oftast fyrst við nasavængina eða hliðlægt við augun og breiðast svo út í kring munn eða augu. Svæðið verður rauðara og þornar svo upp og flagnar. Einkennandi er að húðin næst vörunum er eðlileg. Þessu fylgir oft sviða- og þurrkutilfinning í húðinni.
Oft hverfur perioral dermatitis þegar húðin fær að vera í friði og án húðvara en hér eru ráð til að vinna á einkennum sjúkdómsins:
Meðferðarval fer eftir alvarleika og umfangi perioral dermatitis. Ef einföld umhirða húðarinnar og Rosazol krem duga ekki er hægt að fá uppáskrifaðar meðferðir hjá lækni. Á meðal meðferða sem eru í boði eru bólgueyðandi sýklalyfin Doxylin og Lymecycline og bólgueyðandi kremin Elidel og Protopic krem. Finacea krem (Azelaic sýra) er oft notuð sem viðhaldsmeðferð við þrálátan perioral dermatitis en hentar ekki vel ef miklar bólgur eru til staðar.